SNÆR SOKKAR OG SINDRI VETTLINGAR

SNÆR SOKKAR OG SINDRI VETTLINGAR

Listaverð 1.200 kr 840 kr 30% afsláttur

Þessi prjónauppskrift er íslensku.

Þetta sett samanstendur af Snæ sokkum og Sindra vettlingum. 
Bæði er prjónað ofan frá og niður og í hring.
Þetta verkefni hentar öllum prjónurum, bæði byrjendum og lengra komnum. 

Hællinn á sokkunum er "ömmuhæll", og er prjónaður á sama hátt og þumall. 

Þetta sett passar einstaklega vel við MÓA peysu, SILFÁ húfu og SKULD húfu

SNÆR sokkar

Efni:
Klompe lompe merino ull frá Sandnes en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna 3,5 – 4.

Stærðir og magn:
Stærð 16 - 17: 50gr
Stærð 18 - 19: 100gr
Stærð 20 - 21: 100gr
Stærð 22 - 23: 100gr
Stærð 24 – 25: 150gr
Stærð 26 – 28: 150gr
Stærð 29 – 31: 150gr
Stærð 32 - 34: 150gr
Stærð 35 – 37: 150gr

Það sem þarf:
- sokkaprjónar nr. 3.5 og nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki

Prjónfesta
24 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm

SINDRI vettlingar

Efni:
Klompe lompe merino ull frá Sandnes en hægt er að nota allt garn sem passar fyrir prjóna 3,5 – 4.

Stærðir:
0 – 6 mánaða
6 – 12 mánaða
1 – 2 ára
2 – 4 ára
4 – 6 ára
6 – 8 ára
8 – 10 ára

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf:
- 50, 50, 50, 50, 100, 100, 100 gr af garni
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki

Prjónfesta
 24 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm

 

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.