Petit Knitting

Beautiful knitting patterns, designed by an inspired knitter from Iceland

Bloggið

Nýjung í afsláttum

Við erum að prófa okkur áfram með nýtt afsláttafyrirkomulag.
Það virkar þannig að eftir því sem fleiri uppskriftir eru settar í körfuna kemur sjálfvirkt hærri afsláttur. 

Þessi afslættur munu ekki gilda með öðrum tilboðum, afsláttarkóðanum eða útsölum. 

Við vonum að þetta komi vel út, en ef upp koma vandamál eða einhverjar spurningar skal endilega hafa samband við okkur.

Netverslun á íslensku

Við fögnum því að nú er síðan okkar fyrir íslensku uppskriftirnar að lang mestu leyti komin yfir á íslensku frá ensku. Ef þið rekist á villur eða hafið ábendingar ekki hika við að hafa samband í pk@petitknitting.is

Petit Knitting fagnar árs afmæli þann 15. mars 2018

Petit Knitting fagnar árs afmæli og blæs til útsölu dagana 15-18 mars!

UM okkur

PETIT KNITTING

Sjöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjónaskapnum - þó það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka.

Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017. Sjöfn hafði afkastað gríðarlega í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu. Flíkurnar hlutu mikla athygli, en þær hannaði hún allar sjálf. Því var fleygt fram á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. Netverslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu. 

Haustið 2017 hófum við að þýða uppskriftirnar okkar yfir á dönsku í samstarfi við Ólöfu Ingu Stefánsdóttir. Það samstarf gekk vonum framar, og á vormánuðum 2018 hóf Ólöf að aðstoða við rekstur dönsku netverslunarinnar, www.petitknittingiceland.com 

Endilega fylgið okkur á Facebook og Instagram, þar erum við mjög virk í að deila fallegum myndum af prjónavörum. Einnig erum við virk í prjónasamfélaginu Prjónatips á Facebook. 

Í samstarfi við Valitor tökum við á öruggan hátt við debet- og kreditkortum