Petit Knitting

Hér finnurðu mikið úrval einfaldra og fallegra prjónauppskrifta

Petit Knitting

Prjónað á stóra og smáa, við öll tilefni

Bloggið

Gleðilegt nýtt ár!

Árið 2018 var algjörlega frábært fyrir íslenska prjónamenningu, og við erum stolt af okkar framlagi.

Hekla & Katla hafa fengið uppfærslu

Við erum alltaf að læra.Síðan við byrjuðum að gefa út uppskriftir hafa aðferðirnar okkar við gerð og framsetningu uppskrifta þróast mikið. Það bir...

Kári einfaldaður og uppfærður

Við vorum að senda út uppfærslu á Kára. Vegna ábendinga sáum við tækifæri til að einfalda uppskriftina aðeins, bæta við útskýringarmyndum og taka a...

UM okkur

PETIT KNITTING

Sjöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjónaskapnum - þó það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka.

Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017. Sjöfn hafði afkastað gríðarlega í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu. Flíkurnar hlutu mikla athygli, en þær hannaði hún allar sjálf. Því var fleygt fram á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. Netverslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu. 

Endilega fylgið okkur á Facebook og Instagram, þar erum við mjög virk í að deila fallegum myndum af prjónavörum. Einnig erum við virk í prjónasamfélaginu Prjónatips á Facebook. 

Í samstarfi við KORTA tökum við á öruggan hátt við debet- og kreditkortum