Petit Knitting

Velkomin í netverslun Petit Knitting

Á þessari síðu getur þú keypt prjónauppskriftir frá Petit Knitting rafrænt. 

Bloggið

Kári einfaldaður og uppfærður

Við vorum að senda út uppfærslu á Kára. Vegna ábendinga sáum við tækifæri til að einfalda uppskriftina aðeins, bæta við útskýringarmyndum og taka a...

Við erum að leita að þér!

Petit Knitting leitar að reyndum prjónara sem treystir sér til að þýða prjónauppskriftir frá íslensku yfir á dönsku. Kostur ef viðkomandi getur einnig þýtt á önnur norræn mál.

Ari & Vaka endurbætt og sameinuð

Uppskriftirnar Ari ungbarnavettlingar og Vaka hjálmhúfa hafa gengið í eina sæng. Nýja uppskriftin inniheldur betri leiðbeiningar og skýringarmyndir...

UM okkur

PETIT KNITTING

Sjöfn Kristjánsdóttir er hönnuður og hugmyndasmiður Petit Knitting. Unnusti hennar, Grétar Karl Arason, sinnir öllu öðru en prjónaskapnum - þó það sé á stefnuskránni að hann byrji að prjóna líka.

Hugmyndin að Petit Knitting fæddist í fæðingarorlofi með son þeirra, Ara Sjafnar Grétarsson, í mars 2017. Sjöfn hafði afkastað gríðarlega í prjónaskap, bæði á meðgöngunni og eftir fæðingu. Flíkurnar hlutu mikla athygli, en þær hannaði hún allar sjálf. Því var fleygt fram á léttu nótunum hvort ekki væri hægt að gera eitthvað úr þessum prjónaskap, og eftir það var ekki aftur snúið. Netverslunin www.petitknitting.is fór í loftið þann 15. mars 2017, og á fyrsta árinu eftir opnun fóru 60 nýjar uppskriftir í sölu. 

Endilega fylgið okkur á Facebook og Instagram, þar erum við mjög virk í að deila fallegum myndum af prjónavörum. Einnig erum við virk í prjónasamfélaginu Prjónatips á Facebook. 

Í samstarfi við KORTA tökum við á öruggan hátt við debet- og kreditkortum