GRÝLA JÓLAHÚFA

GRÝLA JÓLAHÚFA

Listaverð 750 kr 450 kr 40% afsláttur!

Þessi uppskrift er á íslensku.

Grýla jólahúfa er prjónuð fram og tilbaka. Húfan er í bonnet stíl og er fljótleg í framkvæmd. Okkur hjá Petit Knitting fannst nauðsynlegt að skella í eina jólahúfu fyrir hátíðirnar. Hvað ætli sé krúttlegra en lítið barn með þessa húfu?

Efni:
Í GRÝLU jólahúfu notaði ég Smart frá Sandnes garn. Rauði liturinn er nr. 4219 og hvíti liturinn er nr. 1012. Garnið fæst m.a. í Rúmfó, Fjarðarkaup og Hagkaup.

Stærðir:
0-6 mánaða
6-12 mánaða
1-2 ára
2-3 ára

Skammstafanir:
sl: slétt prjón
br: brugðið
umf: umferð
l: lykkja/lykkjur
sm: sentímetrar

Það sem þarf:
- 1, 1, 2, 2 dokkur af rauða litnum
- 1 dokku af hvíta litnum
- hringprjónn nr.4 (lengd skiptir ekki máli)
- sokkaprjóna, 2 stk fyrir böndin
- hjálparnælu 1 stk (hægt að nota spotta)
- nál til frágangs
- dúsk á húfuna

Ummál húfu:

0-6 mánaða: ca 36 sm
6-12 mánaða: ca 38 sm
1-2 ára: ca 40 sm
2-3 ára: ca 42 sm

Prjónfesta

Mynstur: 24 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm

Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd er vísað á síðu þar sem má hlaða uppskriftinni niður strax. Einnig kemur sjálfvirkur tölvupóstur með hlekkjum á síðuna þar sem uppskriftirnar eru til niðurhals. Hjá sumum lendir þessi tölvupóstur í spam hólfi, og hvetjum við viðskiptavini því til að athuga þar finni þeir ekki póstinn í innhólfi sínu.

Hentar ekki að greiða með korti? Sendu okkur póst á pk@petitknitting.is eða skilaboð á FB og við getum boðið þér að millifæra upphæðina. Uppskriftina færðu svo senda frá okkur.