Velja fríar uppskriftir með kaupum á garni

Finnst þér gaman að fá fríar prjónauppskriftir? 
Hvað með fría sendingu á garni? 
Lestu þennan póst til að vita meira. 

Petit Knitting selur bæði prjónauppskriftir og frábæra Katia garnið. 
Smelltu hér til að skoða prjónauppskriftirnar og hér til að skoða Katia garnið.

Fyrir hverjar 10 dokkur af garni sem þú setur í körfu geturðu sett eina uppskrift frítt með.

Þetta gerist alveg sjálfkrafa, þegar það eru 10 dokkur og 1 prjónauppskrift saman í körfu þá verður uppskriftin frí. 
20 dokkur = 2 fríar uppskriftir
30 dokkur = 3 fríar uppskriftir

Dæmi:

  1. Þú setur Urði peysuuppskrift í körfu.
  2. Í körfunni smellirðu á "Halda áfram að skoða" og finnur garnflokkinn.
  3. Velur garn við hæfi, t.d. Katia Merino Sport
  4. Velur lit með því að smella á myndirnar eða notar fellilistann. 
  5. Velur magn, fjölda dokka sem þú vilt, og setur svo í körfu.
  6. Þá sérðu að ef fjöldi dokka er 10 eða fleiri er prjónauppskriftin orðin frí.

*Athugið sérstaklega að ef fleiri en ein uppskrift er í körfunni verður sjálfkrafa fyrst sú ódýrasta frí, og svo koll af kolli. 
*gildir ekki af settum, bara stökum uppskriftum
*Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta þessu tilboði án fyrirvara.

Afhending á garninu

Í afgreiðsluferlinu velurðu afhendingarmáta við hæfi.
ATH! að sendingarkostnaður verður sjálfkrafa 0 kr þegar keypt er garn fyrir 15.000 kr eða meira. 

Petit Knitting Katia garn afhendingarmátar

Smelltu hér til að skoða prjónauppskriftirnar og hér til að skoða Katia garnið.

Ef einhverjar spurningar vakna skaltu endilega vera í sambandi við okkur með skilaboðum á Facebook eða tölvupósti á pk@petitknitting.is